Hamilton tókst að stela fyrsta sætinu af Nico Rosberg, liðsfélaga sínum. Munurinn á þeim er núna 11 stig, Rosberg í vil.
Jenson Button vann sig upp í annað sæti í ræsingu, Hulkenberg átti ekki góða ræsingu, hann spólaði af stað. Raikkonen var fljótur að fara að pressa á Button. Raikkonen tók annað sætið af Button á sjöunda hring.
Rosberg kom í kjölfarið á eftir Raikkonen fram úr Button, Max Verstappen á Red Bull tók strax fram úr Button eftir að Rosberg var farinn fram úr.
Hamilton hóf keppnina á últra-mjúkum dekkjum sem hann notaði í tímatökunni eins og margir, hann hins vegar lét þau endast lengur en nokkur annar. Ferrari menn voru fyrir aftan hann þegar hann kom loksins inn á 22. hring. Rosberg komst þá fram úr Hamilton.
Öryggisbíllinn kom út á hring 27 þegar hægra afturdekkið hvellsprakk á Ferrar bíl Sebastian Vettel á ráskafla brautarinnar. Vettel var þar með úr leik í keppninni. Vettel leiddi keppnina þegar dekkið sprakk. Þetta er annað skiptið sem Vettel fellur úr leik í ár.

Rosberg var á mjúkum dekkjum sem voru 11 hringjum eldri en mjúku dekkin sem Hamilton var með undir.
Hamilton kom inn á 55. hring og tók mjúku dekkin undir. Hann kom inn á undan Rosberg sem kom inn á næsta hring. Rosberg tók ofur-mjúku dekkin undir og hélt forystunni á Hamilton. Verstappen leiddi þá keppnina og Mercedes menn voru þar á eftir.
Rosberg náði svo Verstappen þegar ellefu hringir voru eftir og tók svo fljótlega fram úr honum. Hamilton hins vegar tapaði smá tíma fyrir aftan Verstappen. Hamilton komst fram úr Verstappen en var þá tæpum tveimur sekúndum á eftir Rosberg.
Hamilton og Rosberg lentu í samstuði á síðasta hring og brotnaði framvængurinn á bíl Rosberg. Rosberg tapaði fyrsta sætinu og endaði fjórði.