Hulkenberg: Þegar ég heyrði að ég væri þriðji varð ég ekki vonsvikinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júlí 2016 16:45 Þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/AFP Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í Austurríki. Hann náði sínum fimmta ráspól á tímabilinu í dag. Tímatakan var full af spennu enda fór að rigna á milli annarrar og þriðju lotu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég hafði aldrei keyrt hérna í rigningunni áður en brautin þornaði hratt. Þetta var eiginlega alveg ótrúlegt. Ég tók smá áhættu til að skapa mér pláss á brautinni og það borgaði sig en það hefði getað endað illa,“ sagði Hamilton sem ræsir fremstur á morgun. „Tímatakan var afar spennandi en ég er virkilega heppinn að hafa náð að taka þátt í henni. Bíllinn var illa farinn og meira að segja starfsmenn frá bíl Lewis komu til að hjálpa mér að komast út eftir óhappið á æfingunni. Ég er afar þakklátur liðinu fyrir það að hafa komið bílnum í lag,“ sagði Nico Rosberg sem varð annar í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu af því hann þurfti nýjan gírkassa eftir óhappið á æfingunni. „Ég er mjög glaður að vera hérna. Ég hefði getað endað ofar en þegar ég heyrði að ég væri þriðji varð ég ekki vonsvikinn,“ sagði Nico Hulkenberg sem varð þriðji en ræsir annar vegna refsingar Rosberg. „Bíllinn var góður í dag. Undir lok tímatökunnar var þetta svolítið vafasamt en ég hefði kannski átt að taka meiri sénsa. Brautin þornaði hraðar en ég bjóst við svo ég hefði geta farið hraðar í sumar beygjurnar,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði en fær fimm sæta refsingu. „Þetta var gaman, ég get ekki sagt að ég hafi búist við því þegar við komum hingað. Það er gott að ná fimmta sæti. Ég ræsi þriðji á morgun. Það gleður alla í liðinu svo við erum glöð í dag. Við höfum ekki getuna til að halda í við Mercedes en ég mun gefa mig allan í þetta á morgun,“ sagði Jenson Button sem ræsir þriðji en varð fimmti í tímatökunni. Hann færist upp út af refsingum Rosberg og Vettel. „Liðið stóð sig fáránlega vel. Þau eru æðisleg. Þremur mínútum fyrir tímatökuna var bíllinn í bútum og þremur mínútum eftir að tímatakan hófst var verið að setja bílinn saman. veðrið breytist hratt hérna og við þurftum að bregðast við,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Formúla Tengdar fréttir Hamilton notar síðustu refsilausu túrbínuna og MGU-H rafalinn Lewis Hamilton er skrefi nær því að færast aftur á ráslínu fyrir að taka nýja vélarhluta í notkun. Hann fær sína fimmtu túrbínu og hita rafal (MGU-H) til notkunar í Austurríki um helgina. 1. júlí 2016 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes í tímatökunni fyrir austurríska kappaksturinn. Annar varð Nico Rosberg og Nico Hulkenberg varð þriðji á Force India. 2. júlí 2016 12:56 Rosberg fljótastur á báðum æfingum í Austurríki Nico Rosberg hjá Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 keppnina í Austurríki sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingunum. 1. júlí 2016 22:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól á morgun í Austurríki. Hann náði sínum fimmta ráspól á tímabilinu í dag. Tímatakan var full af spennu enda fór að rigna á milli annarrar og þriðju lotu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég hafði aldrei keyrt hérna í rigningunni áður en brautin þornaði hratt. Þetta var eiginlega alveg ótrúlegt. Ég tók smá áhættu til að skapa mér pláss á brautinni og það borgaði sig en það hefði getað endað illa,“ sagði Hamilton sem ræsir fremstur á morgun. „Tímatakan var afar spennandi en ég er virkilega heppinn að hafa náð að taka þátt í henni. Bíllinn var illa farinn og meira að segja starfsmenn frá bíl Lewis komu til að hjálpa mér að komast út eftir óhappið á æfingunni. Ég er afar þakklátur liðinu fyrir það að hafa komið bílnum í lag,“ sagði Nico Rosberg sem varð annar í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu af því hann þurfti nýjan gírkassa eftir óhappið á æfingunni. „Ég er mjög glaður að vera hérna. Ég hefði getað endað ofar en þegar ég heyrði að ég væri þriðji varð ég ekki vonsvikinn,“ sagði Nico Hulkenberg sem varð þriðji en ræsir annar vegna refsingar Rosberg. „Bíllinn var góður í dag. Undir lok tímatökunnar var þetta svolítið vafasamt en ég hefði kannski átt að taka meiri sénsa. Brautin þornaði hraðar en ég bjóst við svo ég hefði geta farið hraðar í sumar beygjurnar,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði en fær fimm sæta refsingu. „Þetta var gaman, ég get ekki sagt að ég hafi búist við því þegar við komum hingað. Það er gott að ná fimmta sæti. Ég ræsi þriðji á morgun. Það gleður alla í liðinu svo við erum glöð í dag. Við höfum ekki getuna til að halda í við Mercedes en ég mun gefa mig allan í þetta á morgun,“ sagði Jenson Button sem ræsir þriðji en varð fimmti í tímatökunni. Hann færist upp út af refsingum Rosberg og Vettel. „Liðið stóð sig fáránlega vel. Þau eru æðisleg. Þremur mínútum fyrir tímatökuna var bíllinn í bútum og þremur mínútum eftir að tímatakan hófst var verið að setja bílinn saman. veðrið breytist hratt hérna og við þurftum að bregðast við,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton notar síðustu refsilausu túrbínuna og MGU-H rafalinn Lewis Hamilton er skrefi nær því að færast aftur á ráslínu fyrir að taka nýja vélarhluta í notkun. Hann fær sína fimmtu túrbínu og hita rafal (MGU-H) til notkunar í Austurríki um helgina. 1. júlí 2016 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes í tímatökunni fyrir austurríska kappaksturinn. Annar varð Nico Rosberg og Nico Hulkenberg varð þriðji á Force India. 2. júlí 2016 12:56 Rosberg fljótastur á báðum æfingum í Austurríki Nico Rosberg hjá Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 keppnina í Austurríki sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingunum. 1. júlí 2016 22:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton notar síðustu refsilausu túrbínuna og MGU-H rafalinn Lewis Hamilton er skrefi nær því að færast aftur á ráslínu fyrir að taka nýja vélarhluta í notkun. Hann fær sína fimmtu túrbínu og hita rafal (MGU-H) til notkunar í Austurríki um helgina. 1. júlí 2016 21:30
Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes í tímatökunni fyrir austurríska kappaksturinn. Annar varð Nico Rosberg og Nico Hulkenberg varð þriðji á Force India. 2. júlí 2016 12:56
Rosberg fljótastur á báðum æfingum í Austurríki Nico Rosberg hjá Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 keppnina í Austurríki sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar á báðum æfingunum. 1. júlí 2016 22:45