KSÍ má ekki blása of mikið út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 06:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í heiðursstúkunni á Stade de France á EM í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. Í viðtali sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins varaði Lars Lagerbäck, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins, við því að félögin hér heima myndu nota þetta nýja fjármagn í leikmannakaup eða launahækkanir því peningarnir myndu einfaldlega hverfa á 1-2 árum. Þeim væri betur varið í að efla þjálfun ungra leikmanna á Íslandi. „Það bíður ákvörðunar stjórnar KSÍ. Hún hefur ekki ákveðið skiptinguna en það verður gert fljótlega,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hvort aðildarfélög KSÍ fengju EM-peninginn án nokkurra skilyrða um að nýta hann til að hlúa að ungum og efnilegum leikmönnum. „Við verðum að bíða og sjá hver ákvörðun stjórnarinnar verður. Það er starfshópur innan hennar sem hefur leitt málið í nokkrar vikur. Hann kemur með tillögu að skiptingu fjármagnsins til stjórnarinnar,“ sagði Geir. „Þessir fjármunir munu fara í að efla íslenska knattspyrnu. Þeim verður vel varið í að styrkja okkar aðildarfélög en útfærslan liggur ekki fyrir.“ Í lengri útgáfu viðtalsins við Lagerbäck sem birtist á Vísi sagði hann að forráðamenn og starfsfólk KSÍ þurfa að nýta tækifærið núna til að fara yfir stöðuna og mál sem snúa að sambandinu sjálfu. Lagerbäck sagði að starfsfólk KSÍ væri ofhlaðið vinnu og Geir viðurkennir að álagið hafi verið mikið í sumar vegna EM. „Það er búið að vera mjög mikið að gera því Evrópumótið lagðist ofan á öll okkar hefðbundnu störf. Þetta hefur reynt mikið á alla en er að sama skapi ánægjulegt og skemmtilegt,“ sagði Geir og bætti því við að það yrði að passa að KSÍ blési ekki of mikið út. Það þurfi að vera í eðlilegum hlutföllum við aðildarfélög sambandsins og það sem er að gerast innanlands. Í áðurnefndu viðtali vék Lagerbäck einnig nokkrum orðum að landsliðsnefnd KSÍ sem hann segir að sé með óljóst hlutverk. „Við höfum hagað okkar innra skipulagi svolítið öðruvísi en hann var vanur í Svíþjóð,“ sagði Geir um landsliðsnefndina og bætti því við að mál hennar væru sífellt í skoðun. Formaðurinn ítrekar að KSÍ þurfi alltaf að vera á tánum. „Við þurfum ávallt að vera vakandi fyrir þróun, breytingum og nýjum áherslum. Það er samt alltaf þannig í svona málum að fyrst þarf maður að sjá hvort það er fjárhagslegur styrkur til að ráðast í verkefni áður en þeim er hrint af stað. Þannig hef ég hagað málunum. Við höfum reynt að reka knattspyrnusambandið með skynsamlegum hætti þannig að við náum endum saman á hverju ári,“ sagði Geir Þorsteinsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. 15. júlí 2016 06:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00