Obama segir árásina í Baton Rouge huglausa Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. júlí 2016 20:47 Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Baton Rouge eftir að Alton Sterling var skotinn til bana af lögreglu. Vísir/Getty Barack Obama forseti Bandaríkjanna fordæmdi skotárásina sem varð í Baton Rouge í Louisiana fylki í dag þar sem þrír lögreglumenn voru myrtir. Hann ávarpaði þjóð sína á sjöunda tímanum í kvöld. „Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem lögreglumenn, sem setja líf sitt í hættu á hverjum degi til þess að þjóna okkur, eru drepnir í huglausri og ámælisverðri árás. Þetta eru árásir á opinbera starfsmenn, á lagavald landsins og hið siðmenntaða þjóðfélag. Þessu verður að ljúka,“ sagði Obama meðal annars.Obama fordæmdi árásina í dag.Vísir/EPAÁstæður árásarinnar enn óljósarEkki er vitað hver ástæða árásarinnar var en árásarmaðurinn var skotinn til bana. Mikil mótmæli hafa verið í Baton Rouge eftir að lögreglumenn handtóku svartan mann og skutu hann til bana. Myndband af atburðinum var sent út á Facebook og rataði í fjölmiðla víðs vegar um heim. Mótmælin urðu svo enn öflugri eftir að annar blökkumaður var skotinn af lögreglu í Minnesota. „Það er engin réttlæting til fyrir ofbeldi gegn laganna vörðum. Þessar árásir eru verk huglausra einstaklinga sem tala fyrir engan. Þær veita ekkert réttlæti. Þær gefa engum málstað byr undir báða vængi,“ sagði forsetinn síðar í ræðu sinni.Trump tísti um máliðDonald Trump tjáði sig um málið á Twitter síðu sinni og sagði Bandaríkin vera stjórnlaus og tvístruð. „Við erum að reyna berjast við ISIS og núna er okkar eigið fólk að drepa lögregluna. Heimurinn er að fylgjast með.“We are TRYING to fight ISIS, and now our own people are killing our police. Our country is divided and out of control. The world is watching— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 17, 2016 Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Að minnsta kosti þrír lögreglumenn skotnir til bana í Baton Rouge Sjö lögreglumenn í heildina slösuðust alvarlega eftir að maður hóf að skjóta á hóp lögreglumanna í borginni. 17. júlí 2016 16:20 Goðsagnakennda myndin frá Baton Rouge: „Ég er farvegurinn“ Hjúkrunarfræðingurinn Ieshia Evans hefur enn ekki tjáð sig við fjölmiðla eftir að mynd af handtöku hennar fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn. 12. júlí 2016 15:54 Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna fordæmdi skotárásina sem varð í Baton Rouge í Louisiana fylki í dag þar sem þrír lögreglumenn voru myrtir. Hann ávarpaði þjóð sína á sjöunda tímanum í kvöld. „Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem lögreglumenn, sem setja líf sitt í hættu á hverjum degi til þess að þjóna okkur, eru drepnir í huglausri og ámælisverðri árás. Þetta eru árásir á opinbera starfsmenn, á lagavald landsins og hið siðmenntaða þjóðfélag. Þessu verður að ljúka,“ sagði Obama meðal annars.Obama fordæmdi árásina í dag.Vísir/EPAÁstæður árásarinnar enn óljósarEkki er vitað hver ástæða árásarinnar var en árásarmaðurinn var skotinn til bana. Mikil mótmæli hafa verið í Baton Rouge eftir að lögreglumenn handtóku svartan mann og skutu hann til bana. Myndband af atburðinum var sent út á Facebook og rataði í fjölmiðla víðs vegar um heim. Mótmælin urðu svo enn öflugri eftir að annar blökkumaður var skotinn af lögreglu í Minnesota. „Það er engin réttlæting til fyrir ofbeldi gegn laganna vörðum. Þessar árásir eru verk huglausra einstaklinga sem tala fyrir engan. Þær veita ekkert réttlæti. Þær gefa engum málstað byr undir báða vængi,“ sagði forsetinn síðar í ræðu sinni.Trump tísti um máliðDonald Trump tjáði sig um málið á Twitter síðu sinni og sagði Bandaríkin vera stjórnlaus og tvístruð. „Við erum að reyna berjast við ISIS og núna er okkar eigið fólk að drepa lögregluna. Heimurinn er að fylgjast með.“We are TRYING to fight ISIS, and now our own people are killing our police. Our country is divided and out of control. The world is watching— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 17, 2016
Black Lives Matter Donald Trump Tengdar fréttir Að minnsta kosti þrír lögreglumenn skotnir til bana í Baton Rouge Sjö lögreglumenn í heildina slösuðust alvarlega eftir að maður hóf að skjóta á hóp lögreglumanna í borginni. 17. júlí 2016 16:20 Goðsagnakennda myndin frá Baton Rouge: „Ég er farvegurinn“ Hjúkrunarfræðingurinn Ieshia Evans hefur enn ekki tjáð sig við fjölmiðla eftir að mynd af handtöku hennar fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn. 12. júlí 2016 15:54 Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Að minnsta kosti þrír lögreglumenn skotnir til bana í Baton Rouge Sjö lögreglumenn í heildina slösuðust alvarlega eftir að maður hóf að skjóta á hóp lögreglumanna í borginni. 17. júlí 2016 16:20
Goðsagnakennda myndin frá Baton Rouge: „Ég er farvegurinn“ Hjúkrunarfræðingurinn Ieshia Evans hefur enn ekki tjáð sig við fjölmiðla eftir að mynd af handtöku hennar fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn. 12. júlí 2016 15:54
Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út Mótmælt var í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna í gær vegna dauðsfalla tveggja svartra manna af völdum lögreglu 10. júlí 2016 09:28
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent