Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó 17. júlí 2016 12:15 Yuliya Stepanova er ein þeirra sem hefur fengið undanþágu til að keppa en Pútín kallaði hana Júdas á dögunum. Vísir/getty Búist er við því að lagt verði til eftir helgi að keppendum frá Rússlandi verði einfaldlega bannað að taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta kemur fram í New York Times. Var sendur listi frá bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitinu þar sem skorað var á að aðrar þjóðir myndu skrifa undir áskorun um að banna rússneska keppendur í Ríó. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu og á Ólympíuleikunum í Sochi. Rússneskir íþróttamenn sem hafa gengist undir reglubundið lyfjaeftirlit í öðrum löndum eiga enn möguleika á að keppa í Ríó en nú gæti sá möguleiki verið úr sögunni. Grigory Rodchenkov, fyrrum yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands, viðurkenndi í samtali við New York Times, að hafa aðstoðað fjölda rússneskra íþróttamanna með lyfjanotkun en fimmtán þeirra hafi unnið medalíu í Sochi. Hefur fjöldi fólks lagt til að Rússum verði bönnuð þátttaka en það má finna stuðning frá Bandaríkjunum, Kanada, Sviss, Þýskalandi og Japan. Rússnesk yfirvöld hafa neitað þessum ásökunum og sakað vestræn lönd um samsæri gegn rússneskum íþróttamönnum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Búist er við því að lagt verði til eftir helgi að keppendum frá Rússlandi verði einfaldlega bannað að taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta kemur fram í New York Times. Var sendur listi frá bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitinu þar sem skorað var á að aðrar þjóðir myndu skrifa undir áskorun um að banna rússneska keppendur í Ríó. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu og á Ólympíuleikunum í Sochi. Rússneskir íþróttamenn sem hafa gengist undir reglubundið lyfjaeftirlit í öðrum löndum eiga enn möguleika á að keppa í Ríó en nú gæti sá möguleiki verið úr sögunni. Grigory Rodchenkov, fyrrum yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands, viðurkenndi í samtali við New York Times, að hafa aðstoðað fjölda rússneskra íþróttamanna með lyfjanotkun en fimmtán þeirra hafi unnið medalíu í Sochi. Hefur fjöldi fólks lagt til að Rússum verði bönnuð þátttaka en það má finna stuðning frá Bandaríkjunum, Kanada, Sviss, Þýskalandi og Japan. Rússnesk yfirvöld hafa neitað þessum ásökunum og sakað vestræn lönd um samsæri gegn rússneskum íþróttamönnum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn