Stenson í stuði en Spieth í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:30 Henrik Stenson reynir að pútta í rigningunni í Skotlandi. vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur spilað allra manna best á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann fór annan hringinn á Royal Troon-vellinum á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Svíinn er í heildina á níu höggum undir pari eftir 68 högga hring í gær og er aðeins einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Phil Mickelson sem er efstur og verður eftir tvo hringi nema eitthvað ótrúlegt gerist. Stenson fékk fjóra fugla á þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöundu holu áður en hann fékk skolla á þeirri níundu og spilaði því fyrri níu á þremur höggum undir pari. Hann fékk svo þrjá fugla til viðbótar á seinni níu en engan skolla. Daninn Sören Kjeldsen spilaði aftur mjög stöðugt golf en eftir að fara hringinn á 67 höggum í gær spilaði hann á 68 höggum í dag eða þremur undir pari og er í heildina á sjö höggum undir pari eins og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley. Fjórir efstu menn heimslistans eru ekkert sérstaklega líklegir eins og staðan er núna. Ástralinn Jason Day er tveimur undir í dag og á pari í heildina eftir sex holur á öðrum hring og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er á tveimur undir í dag og tveimur undir í heildina. Norður-Írinn Rory McIlroy er á einum undir í dag eftir fimm holur og á þremur höggum undir pari í heildina en hann gæti færst nær toppnum áður en öðrum keppnisdegi lýkur. Bandaríska ungstirnið Jordan Spieth er aftur á móti í smá basli. Spieth spilaði á pari í gær og er þremur höggum yfir pari í dag eftir átta holur. Hann er búinn að fá tvo skolla, einn skramba og einn fugl á fyrstu átta holunum. Reiknað er með að þeir sem verði á tveimur höggum yfir pari sleppi í gegnum niðurskurðinn þannig Spieth þarf ekkert kraftaverk til að sleppa í gegn en hann verður aftur móti að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15 Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20 Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Bandaríkjamaðurinn efstur á opna breska meistaramótinu en hann fékk enga skolla á fyrsta hring. 14. júlí 2016 17:15
Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. 14. júlí 2016 20:20
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41
Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52
Mickelson ekki á sama flugi og í gær en heldur forystunni Phil Mickelson spilaði á tveimur undir á opna breska í dag og er áfram í efsta sæti. 15. júlí 2016 12:30