Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 12:16 Vettvangurinn daginn eftir. vísir/epa „Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
„Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50