Mickelson jafnaði met á opna breska með frábærum hring Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 17:15 Phil Mickelson var grátlega nálægt því að vera fyrsti maðurinn á 62 höggum á risamóti. vísir/getty Phil Mickelson slakaði ekkert á seinni níu holurnar á fyrsta hring opna breska meistaramótsins en hann er efstur á mótinu og verður það nær örugglega eftir fyrsta dag. Mickelson fór fyrsta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk átta fugla, fjóra á fyrri níu og fjóra á seinni níu, og engan skolla. Með þessum árangri jafnaði Mickelson metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti en átta kylfingar hafa áður leikið hring á þessu risamóti á 63 höggum. Síðast gerði Norður-Írinn Rory McIlroy það á opna breska árið 2010. Mickelson var grátlega nálægt því að fara hringinn á 62 höggum en hann krækti pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði það farið ofan í hefði Mickelson verið fyrsti maðurinn í sögunni til að spila hring á risamóti á 62 höggum. Bandaríkjamenn eru í sjö efstu sætunum en Patrick Reed sem kláraði snemma í dag er í öðru til þriðja sæti ásamt Zach Johnson. Báðir eru á fimm höggum undir pari en Johnson á þrjár holur eftir í dag. Justin Thomas, Steve Stricker, Billy Horschel og Tony Finau eru svo allir á fjórum höggum undir pari líkt og Daninn Sören Kjeldsen og Þjóðverjinn Martin Kaymer. Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson slakaði ekkert á seinni níu holurnar á fyrsta hring opna breska meistaramótsins en hann er efstur á mótinu og verður það nær örugglega eftir fyrsta dag. Mickelson fór fyrsta hringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk átta fugla, fjóra á fyrri níu og fjóra á seinni níu, og engan skolla. Með þessum árangri jafnaði Mickelson metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti en átta kylfingar hafa áður leikið hring á þessu risamóti á 63 höggum. Síðast gerði Norður-Írinn Rory McIlroy það á opna breska árið 2010. Mickelson var grátlega nálægt því að fara hringinn á 62 höggum en hann krækti pútt fyrir fugli á 18. holu. Hefði það farið ofan í hefði Mickelson verið fyrsti maðurinn í sögunni til að spila hring á risamóti á 62 höggum. Bandaríkjamenn eru í sjö efstu sætunum en Patrick Reed sem kláraði snemma í dag er í öðru til þriðja sæti ásamt Zach Johnson. Báðir eru á fimm höggum undir pari en Johnson á þrjár holur eftir í dag. Justin Thomas, Steve Stricker, Billy Horschel og Tony Finau eru svo allir á fjórum höggum undir pari líkt og Daninn Sören Kjeldsen og Þjóðverjinn Martin Kaymer.
Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41
Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Phil Mickelson fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi opna breska meistaramósins á fjórum höggum undir pari. 14. júlí 2016 14:52