Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 14:52 Phil Mickelson byrjar vel. vísir/getty Phil Mickelson byrjar vel á opna breska meistaramótinu í golfi en þessi 48 ára gamli Bandaríkjamaður fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi á fjórum höggum undir pari. Lefty, eins og hann er svo gjarnan kallaður, fékk fjóra fugla á annarri, fjórðu, sjöttu og áttundu holu. Hann vann þetta mót í fyrsta og eina skiptið fyrir þremur árum síðan. Eins og staðan er núna eru sex Bandaríkjamenn efstir. Patrick Reed er efstur allra á fimm höggum undir pari en hann kláraði fyrr í dag. Fimm kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Þrír þeirra eru búnir; Justin Thomas, Steve Stricker og Billy Horschel, en Justin Leonard er búinn með tólf holur og Mickelson níu. Justin Rose er efstur Bretanna í sjöunda til þrettánda sæti á þremur höggum undir pari en Rory McIlroy kláraði daginn á tveimur höggum undir pari Royal Troon-vallarins.Hinn 22 ára gamli Suður-Afríkumaður Haydn Porteous sem byrjaði svo vel missti flugið og er nú á tveimur höggum undir pari vallarins þegar hann á eina holu eftir.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum. Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Phil Mickelson byrjar vel á opna breska meistaramótinu í golfi en þessi 48 ára gamli Bandaríkjamaður fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi á fjórum höggum undir pari. Lefty, eins og hann er svo gjarnan kallaður, fékk fjóra fugla á annarri, fjórðu, sjöttu og áttundu holu. Hann vann þetta mót í fyrsta og eina skiptið fyrir þremur árum síðan. Eins og staðan er núna eru sex Bandaríkjamenn efstir. Patrick Reed er efstur allra á fimm höggum undir pari en hann kláraði fyrr í dag. Fimm kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Þrír þeirra eru búnir; Justin Thomas, Steve Stricker og Billy Horschel, en Justin Leonard er búinn með tólf holur og Mickelson níu. Justin Rose er efstur Bretanna í sjöunda til þrettánda sæti á þremur höggum undir pari en Rory McIlroy kláraði daginn á tveimur höggum undir pari Royal Troon-vallarins.Hinn 22 ára gamli Suður-Afríkumaður Haydn Porteous sem byrjaði svo vel missti flugið og er nú á tveimur höggum undir pari vallarins þegar hann á eina holu eftir.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum.
Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41