Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 12:41 Haydn Porteous byrjar vel í Skotlandi. vísir/getty Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira