Vafasamt fæðubótarefni fannst í klefa Frakka á EM: "Þetta er lyfjamisnotkun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 11:00 vísir/getty/bild Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Fæðubótarefnið Guronsan fannst í búningsklefa franska landsliðsins í fótbolta eftir undanúrslitaleikinn á EM 2016 gegn Þýskalandi sem heimamenn unnu, 2-0. Þýskur prófessor vill meina að Frakkar hafi hreinlega verið að svindla. Það er þýska blaðið Bild sem greinir frá en blaðamaður þess náði myndum af fæðubótarefninu í klefa franska liðsins eftir leik Frakklands og Þýskalands í undanúrslitum í Marseille. „Fyrir mér er þetta lyfjamisnotkun,“ segir prófessorinn Fritz Sörgel í samtali við Bild um þetta efni. Sörgel er yfirmaður rannsóknarstofu í Heroldsberg sem sérhæfir sig í líflæknisfræði. Hann hefur einnig starfað fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn. Guronsan er ekki á bannlista WADA og gerðu Frakkar því í raun ekkert rangt samkvæmt alþjóðareglum en þýski prófessorinn er ekki á sama máli. Antoine Griezmann, besti leikmaður EM, og Aron Einar í baráttunni á Stade de France.vísir/getty Árangursbætandi áhrif „Það er koffín í efninu og koffín hefur árangursbætandi áhrif á frammistöðu í íþróttum. Það er sannað. Það bætir viðbragðstíma og þess vegna er þetta lyfjamisnotkun,“ segir Sörgel. Á Facebook-síðu fæðubótarefnisins segir: „Guronsan hreinsar eiturefni úr líkamanum og hefur þannig hressandi og örvandi áhrif á endurheimt líkamans sem dregur úr andlegri þreytu og streitu.“ Efnið má nota á hverjum degi og við öll tilefni að því kemur fram á heimasíðu portúgalska fyrirtækisins Jaba Recordati sem framleiðir Guronsan. Bild hafði samband við franska knattspyrnusambandið sem vildi ekki tjá sig um málið og einnig hefur sænska blaðið Expressen reynt að hafa samband við portúgalska framleiðandann, en án árangurs. Frakkar völtuðu yfir Ísland, 5-2, í átta liða úrslitum EM áður en þeir tóku Þjóðverja 2-0 í undanúrslitum. Þeir spiluðu úrslitaleikinn á Stade de France en töpuðu fyrir Portúgal í framlengdum leik.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira