Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 09:15 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/AFP Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. KR tekur á móti Grasshopper á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í kvöld en þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR sló út norður-írska liðið Glenovan í fyrstu umferðinni. Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann var í EM-hóp íslenska liðsins sem fór öllum á óvörum alla leið í átta liða úrslitin. Hann fékk ekki tækifæri á mótinu en um mitt mót fréttist af því að Svisslendingarnir höfðu mikinn áhuga á honum. Grasshopper keypti síðan Rúnar Már frá sænska liðinu GIF Sundsvall 7. júlí síðastliðinn fyrir 300 þúsund evrur eða um 40,8 milljónir íslenskra króna. Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað einn æfingaleik með Grasshopper en hefur þess utan verið upptekinn við það að flytja allt sitt frá Svíþjóð til Sviss. „Ég er bara spenntur og það verður vonandi gaman að spila fyrsta alvöru leikinn með liðinu á móti KR á Íslandi fyrir framan vini og fjölskyldu," sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Rúnar Már náði bara tveimur æfingum með liðinu eftir að hann gekk frá samningi sínum en hann skoraði í æfingaleik á móti Aarau. Rúnar Már fær ekki mikla hvíld eftir EM sem hann segir hafa tekið á þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað eina mínútu. „Ég er hungraður í að spila en er í bland þreyttur. Ég spilaði tólf leiki á sjö vikum með Sundsvall og svo tók Evrópumótið við. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað í eina mínútu á EM þá fann ég fyrir andlegri þreytu eftir mótið en núna vill maður ólmur komast af stað með nýja liðinu," sagði Rúnar Már í fyrrnefndu viðtali.Leikur KR og Grasshopper hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður fylgst með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira