Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. júlí 2016 21:45 Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. Nico Rosberg á Mercedes, liðsfélagi Hamilton kom annar í mark en hlaut refsingu. Er framlenging á samningi Kimi Raikkonen leiðinlega örugg ákvörðun að hálfu Ferrari? Er Red Bull liðið betra en Ferrari? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Spennan í stigakeppninni Munurinn á topp ökumönnunum er eitt stig. Rosberg leiðir með 168 stig en Hamilton eltir hann hratt uppi þessi misserin og er kominn með 167 stig. Næstur á eftir Mercedes mönnum er Raikkonen hjá Ferrari sem er 62 stigum á eftir Rosberg. Daniel Ricciardo á Red Bull er fjórði, 68 stigum á eftir Rosberg. Bilið á milli ökumanna gæti því varla verið minna og spennan á milli þeirra er nánast áþreifanleg. Þeir töluðust ekki við í kæliherberginu eftir kappaksturinn. Þegar kemur að bílasmiðum er forskot Mercedes liðsins slíkt að engum dettur annað í hug í augnablikinu en að liðið hirði þriðja heimsmeistaratitil bílasmiða í röð.Leiðbeiningar til Rosberg grundvalla refsingu Rosberg lenti í vandræðum með gírkassann undir lok keppninnar. Hann lenti í því að festast í sjöunda gír. Liðið leiðbeindi honum að skipta yfir sjöunda gír. Dómarar keppninnar voru töluvert lengi að taka ákvörðun um refsingu Þjóðverjans en að endingu varð niðurstaðan sú að hann fengi 10 sekúndu refsingu fyrir leiðbeiningarnar. Það gerði það að verkum að annað sætið færðist til Max Verstappen sem kom yfir línuna í þriðja sæti. Rosberg varð því þriðji og þess vegna munar einungis einu stigi á Hamilton og Rosberg.Raikkonen og rulla hans hjá Ferrari Kimi Raikkonen er þriðji í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er þó búinn að eiga slakt tímabil að mörgu leyti. Hann lenti í vandræðum í Mónakó og gaf út eftir keppnina að honum leiddist brautin. Líklega hefur Sebastian Vettel haft sitt að segja um það hvort nýr ökumaður kæmi inn í liðið. Þeim Raikkonen kemur vel saman og Raikkonen virðiat vera ágætlega sáttur við að vera annar ökumaður hjá Ferrari, þrátt fyrir að hann leiði stigakeppnina innbyrgðis í liðinu. Ferrari virðist ekki reiðubúið að taka stórar áhættur. Því miður fyrir Ferrari aðdáendur er líklegt að liðið hafi fá svör við Mercedes og hugsanlega Red Bull það sem eftir er af tímabilinu.Hafa nautin tekið fram úr hestunum? Nautin (Red Bull) virtust rúlla yfir hrossin (Ferrari) á Silverstone brautinni um helgina. Red Bull hefur haldið haus og einbeitt sér að því að bæta sig og vinnan virðist skila árangri. Red Bull er eina liðið sem hefur unnið keppni í ár, að Mercedes liðinu undanskyldu. Ferrari heldur áfram að glíma við óáreiðanleika og vandræðagang. Vettel þurfti aftur að taka út refsingu fyrir að taka nýjan gírkassa um borð í bíl sinn.Max Verstappen hefur þaggað niður í öllum sem sögðu hann of ungan. Þvílíkir hæfileikar í þessum unga dreng.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Max Verstappen, ökumaður Red Bull hlýtur heiðurinn þessa vikuna. Bæði að mati ofanritaðs og áhorfenda sem kusu á heimasíðu Formúlu 1. Verstappen barðist af hörku við Rosberg á brautinni og sýndi frábæra takta í baráttunni við sér reyndari mann. Verstappen var greinilega að finna sig á rakri brautinni. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark á Silerstone brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Rosberg tapaði öðru sætinu til Verstappen. Hann fékk of ítarlegar upplýsingar í talstöðinni. 10. júlí 2016 13:30 Hamilton: Það er aldrei lognmolla í keppninni hér Lewis Hamilton vann sína fjórðu keppni á Silverstone í dag og sína þriðju í röð og varð fyrstur til að gera það í sögunni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 10. júlí 2016 20:15 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. 9. júlí 2016 17:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. Nico Rosberg á Mercedes, liðsfélagi Hamilton kom annar í mark en hlaut refsingu. Er framlenging á samningi Kimi Raikkonen leiðinlega örugg ákvörðun að hálfu Ferrari? Er Red Bull liðið betra en Ferrari? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Spennan í stigakeppninni Munurinn á topp ökumönnunum er eitt stig. Rosberg leiðir með 168 stig en Hamilton eltir hann hratt uppi þessi misserin og er kominn með 167 stig. Næstur á eftir Mercedes mönnum er Raikkonen hjá Ferrari sem er 62 stigum á eftir Rosberg. Daniel Ricciardo á Red Bull er fjórði, 68 stigum á eftir Rosberg. Bilið á milli ökumanna gæti því varla verið minna og spennan á milli þeirra er nánast áþreifanleg. Þeir töluðust ekki við í kæliherberginu eftir kappaksturinn. Þegar kemur að bílasmiðum er forskot Mercedes liðsins slíkt að engum dettur annað í hug í augnablikinu en að liðið hirði þriðja heimsmeistaratitil bílasmiða í röð.Leiðbeiningar til Rosberg grundvalla refsingu Rosberg lenti í vandræðum með gírkassann undir lok keppninnar. Hann lenti í því að festast í sjöunda gír. Liðið leiðbeindi honum að skipta yfir sjöunda gír. Dómarar keppninnar voru töluvert lengi að taka ákvörðun um refsingu Þjóðverjans en að endingu varð niðurstaðan sú að hann fengi 10 sekúndu refsingu fyrir leiðbeiningarnar. Það gerði það að verkum að annað sætið færðist til Max Verstappen sem kom yfir línuna í þriðja sæti. Rosberg varð því þriðji og þess vegna munar einungis einu stigi á Hamilton og Rosberg.Raikkonen og rulla hans hjá Ferrari Kimi Raikkonen er þriðji í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er þó búinn að eiga slakt tímabil að mörgu leyti. Hann lenti í vandræðum í Mónakó og gaf út eftir keppnina að honum leiddist brautin. Líklega hefur Sebastian Vettel haft sitt að segja um það hvort nýr ökumaður kæmi inn í liðið. Þeim Raikkonen kemur vel saman og Raikkonen virðiat vera ágætlega sáttur við að vera annar ökumaður hjá Ferrari, þrátt fyrir að hann leiði stigakeppnina innbyrgðis í liðinu. Ferrari virðist ekki reiðubúið að taka stórar áhættur. Því miður fyrir Ferrari aðdáendur er líklegt að liðið hafi fá svör við Mercedes og hugsanlega Red Bull það sem eftir er af tímabilinu.Hafa nautin tekið fram úr hestunum? Nautin (Red Bull) virtust rúlla yfir hrossin (Ferrari) á Silverstone brautinni um helgina. Red Bull hefur haldið haus og einbeitt sér að því að bæta sig og vinnan virðist skila árangri. Red Bull er eina liðið sem hefur unnið keppni í ár, að Mercedes liðinu undanskyldu. Ferrari heldur áfram að glíma við óáreiðanleika og vandræðagang. Vettel þurfti aftur að taka út refsingu fyrir að taka nýjan gírkassa um borð í bíl sinn.Max Verstappen hefur þaggað niður í öllum sem sögðu hann of ungan. Þvílíkir hæfileikar í þessum unga dreng.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Max Verstappen, ökumaður Red Bull hlýtur heiðurinn þessa vikuna. Bæði að mati ofanritaðs og áhorfenda sem kusu á heimasíðu Formúlu 1. Verstappen barðist af hörku við Rosberg á brautinni og sýndi frábæra takta í baráttunni við sér reyndari mann. Verstappen var greinilega að finna sig á rakri brautinni.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark á Silerstone brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Rosberg tapaði öðru sætinu til Verstappen. Hann fékk of ítarlegar upplýsingar í talstöðinni. 10. júlí 2016 13:30 Hamilton: Það er aldrei lognmolla í keppninni hér Lewis Hamilton vann sína fjórðu keppni á Silverstone í dag og sína þriðju í röð og varð fyrstur til að gera það í sögunni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 10. júlí 2016 20:15 Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30 Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. 9. júlí 2016 17:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone brautinni á morgun á Mercedes bílnum. Nico Rosberg verður annar og Max Verstappen þriðji á Red Bull. 9. júlí 2016 13:04
Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark á Silerstone brautinni í dag. Nico Rosberg varð annar á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. Rosberg tapaði öðru sætinu til Verstappen. Hann fékk of ítarlegar upplýsingar í talstöðinni. 10. júlí 2016 13:30
Hamilton: Það er aldrei lognmolla í keppninni hér Lewis Hamilton vann sína fjórðu keppni á Silverstone í dag og sína þriðju í röð og varð fyrstur til að gera það í sögunni. Hver sagði hvað eftir keppnina? 10. júlí 2016 20:15
Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton. 8. júlí 2016 22:30
Hamilton: Það er allt á hreinu okkar á milli Rosberg Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól á Silverstone í dag og sínum 55. á ferlinum. Eftir að tíma hans hafði verið eytt tókst honum að setja hraðasta tímann. 9. júlí 2016 17:15