Vill sjá Birki Bjarnason í enska úrvalsdeildarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:00 Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30
Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30
Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31