Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2016 20:30 Kínversk rannsóknastöð rís nú á sveitabæ skammt frá Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Heimskautastofnun Kína hyggst rannsaka þar norðurljósin í samstarfi við íslenskar vísindastofnanir. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af framkvæmdunum og teikningar af stöðinni, eins og hún mun líta út fullbúin. Við hringveginn í Reykjadal, tvo kílómetra sunnan Laugaskóla, stendur jörðin Kárhóll og þar sjáum við byggingarkrana, steypudælu og steypubíl. Fyrirtækið SS-byggir á Akureyri er að steypa upp sjöhundruð fermetra rannsóknahús fyrir íslenska sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory, sem atvinnuþróunarfélög Eyfirðinga og Þingeyinga stofnuðu ásamt fleirum. SS-byggir á Akureyri annast uppsteypu hússins.Stö- 2/Friðrik Þór Halldórsson. Félagið keypti jörðina fyrir 80 milljónir króna og reisir bygginguna fyrir yfir 300 milljónir króna. Kostnaðurinn verður greiddur með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. Verkefnið hófst í framhaldi af samstarfssamningi íslenskra og kínverska stjórnvalda árið 2012 um norðurslóðir en þar var meðal annars gert ráð fyrir þeim möguleika að koma á fót norðurljósaathuganastöð á Íslandi. Kínversk fjárfesting í þingeyskum sveitadal hefur hins vegar vakið tortryggni hjá sumum, sem hafa spurt hvort hér sé eitthvað annað á ferðinni en saklaus norðurljósarannsóknastöð. Svona mun rannsóknastöðin í Reykjadal líta út fullbyggð. Laugar í baksýn.Grafík/Aurora Observatory. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir þessa tortryggni hins vegar algerlega óþarfa. Íslenskar vísindastofnanir verði í samstarfi við þá kínversku, þeirra á meðal Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands og Háskólinn á Akureyri. Stöðin verði jafnframt opin vísindamönnum annarra þjóða. Þá sé ráðgert að hafa gestastofu í húsinu sem verði opin almenningi. Reinhard segir stöðina skapa ómæld tækifæri fyrir alþjóðlegt vísindasamstarf, en einnig fyrir norðurljósaferðamennsku á Norðurlandi. Þá stuðli hún beint og óbeint að fjölbreyttara atvinnulífi í héraðinu. Áformað er að starfsemin hefjist fyrir lok þessa árs en húsið verður þó ekki fullbyggt fyrr en á næsta ári. Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína. Fulltrúar Raunvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Háskólans á Akureyri verða í vísindaráði.Grafík/Aurora Observatory. Þingeyjarsveit Norðurslóðir Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00 Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24 Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46 Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Kínversk rannsóknastöð rís nú á sveitabæ skammt frá Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Heimskautastofnun Kína hyggst rannsaka þar norðurljósin í samstarfi við íslenskar vísindastofnanir. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af framkvæmdunum og teikningar af stöðinni, eins og hún mun líta út fullbúin. Við hringveginn í Reykjadal, tvo kílómetra sunnan Laugaskóla, stendur jörðin Kárhóll og þar sjáum við byggingarkrana, steypudælu og steypubíl. Fyrirtækið SS-byggir á Akureyri er að steypa upp sjöhundruð fermetra rannsóknahús fyrir íslenska sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory, sem atvinnuþróunarfélög Eyfirðinga og Þingeyinga stofnuðu ásamt fleirum. SS-byggir á Akureyri annast uppsteypu hússins.Stö- 2/Friðrik Þór Halldórsson. Félagið keypti jörðina fyrir 80 milljónir króna og reisir bygginguna fyrir yfir 300 milljónir króna. Kostnaðurinn verður greiddur með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. Verkefnið hófst í framhaldi af samstarfssamningi íslenskra og kínverska stjórnvalda árið 2012 um norðurslóðir en þar var meðal annars gert ráð fyrir þeim möguleika að koma á fót norðurljósaathuganastöð á Íslandi. Kínversk fjárfesting í þingeyskum sveitadal hefur hins vegar vakið tortryggni hjá sumum, sem hafa spurt hvort hér sé eitthvað annað á ferðinni en saklaus norðurljósarannsóknastöð. Svona mun rannsóknastöðin í Reykjadal líta út fullbyggð. Laugar í baksýn.Grafík/Aurora Observatory. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir þessa tortryggni hins vegar algerlega óþarfa. Íslenskar vísindastofnanir verði í samstarfi við þá kínversku, þeirra á meðal Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands og Háskólinn á Akureyri. Stöðin verði jafnframt opin vísindamönnum annarra þjóða. Þá sé ráðgert að hafa gestastofu í húsinu sem verði opin almenningi. Reinhard segir stöðina skapa ómæld tækifæri fyrir alþjóðlegt vísindasamstarf, en einnig fyrir norðurljósaferðamennsku á Norðurlandi. Þá stuðli hún beint og óbeint að fjölbreyttara atvinnulífi í héraðinu. Áformað er að starfsemin hefjist fyrir lok þessa árs en húsið verður þó ekki fullbyggt fyrr en á næsta ári. Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína. Fulltrúar Raunvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Háskólans á Akureyri verða í vísindaráði.Grafík/Aurora Observatory.
Þingeyjarsveit Norðurslóðir Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00 Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24 Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46 Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24
Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19
Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57
Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46
Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent