ASOS gagnrýnt fyrir að taka fram að fyrirsæta sé í yfirstærð Ritstjórn skrifar 12. júlí 2016 14:00 Fyrirsætan sem umræðir er í stærð 16 og er talin vera í yfirstærð af ASOS. Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Best klæddu stjörnurnar í vikunni Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour
Það hefur verið mikil umræða innan tískusamfélagsins hvort að kalla eigi fyrirsætur sem eru ekki í minnstu stærðunum yfirstærð. Lengi vel voru fyrirsætur sem nota stærðir 12, 14 og 16 flokkaðar sem "plus-size" en vert er að hafa í huga að algengasta fatastærðin í Bretlandi er 18. Það er því frekar óeðlilegt að flokka konur sem eru ekki támjóar í yfirstærð ef þær eru ekki yfir kjörþyngd og eru í sömu stærð og meiri hluti kúnnahópsins. Breska fataverslunin ASOS birti í gær mynd á samfélagsmiðlum af fyrirsætu sem klæðist stærð 16 og skrifaði undir að hún væri í yfirstærð. Fylgjendurnir brugðust illa við og bentu á hvað það sjónarmið væri brenglað. ASOS var ekki lengi að breyta textanum sem fylgdi myndinni en svaraði þó nokkrum gagnrýnendum á Twitter eins og má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Heidi Klum klónaði sig fyrir hrekkjavökuna Glamour Búist við mikilli eftirsókn eftir #FentyxPuma skónum hér á landi Glamour Best klæddu stjörnurnar í vikunni Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Vogue segir brjóstaskoruna vera úr sögunni Glamour