Payet verður aldrei seldur á minna en 50 milljónir punda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 13:00 Dimitri Payet fagnar markinu sínu á móti Íslandi. Vísir/Getty Dimitri Payet var góður með West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og átti síðan frábæra Evrópukeppni með franska landsliðinu. Það er því ekkert skrýtið að stórlið Evrópu sýni þessum mikla spyrnumanni mikinn áhuga. West Ham vill hinsvegar halda sínum lykilmanni og ætlar ekki að láta hann fara nema fyrir risaupphæð. David Gold, stjórnarformaður West Ham, fór ekki leynt með þetta í útvarpsviðtali á BBC Radio 5 live í gærkvöldi. Hann var þá gestur hjá Kelly Cates í þættinum Monday Night Club og þá barst talið að sjálfsögðu af Dimitri Payet. „Við verðum að halda okkar bestu leikmönnum og viljum ekkert fá tilboð í þá," sagði David Gold í þættinum. Gold viðurkenndi þó að West Ham myndi skoða tilboð í franska landsliðsmanninn en aðeins ef þau væri upp á 50 milljón punda eða meira. 50 milljónir punda eru átta milljarðar íslenskra króna. Dimitri Payet var með 9 mörk og 12 stoðsendingar í 30 leikjum á sínu fyrsta tímaibli í ensku úrvalsdeildinni og West Ham vann aðeins 1 af 8 leikjum án hans. Payet fylgdi þessu eftir með því að skora 3 mörk og gefa 2 stoðsendingar á EM og þar á meðal skoraði hann sigurmarkið á móti Rúmeníu í fyrsta leik og eitt af fimm mörkum liðsins á móti Íslandi í átta liða úrslitunum. Dimitri Payet er hinsvegar orðinn 29 ára gamall og það ætti vissulega að hafa áhrif á kaupverðið þó að hann ætti nú að eiga mörg góð ár eftir enn. Dimitri Payet er með samning við West Ham til júní 2021 eða í fimm tímabil í viðbót. Hann verður því leikmaður West Ham svo framarlega sem ekkert lið er tilbúið að borga allan þennan pening fyrir hann.Dimitri Payet skorar hér á móti Íslandi.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson í liði Evrópumótsins hjá Guardian Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er í úrvalsliði hins virta enska miðils Guardian. 11. júlí 2016 12:42 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Ferguson og Moyes völdu engan Íslending í lið mótsins hjá UEFA Enginn íslenskur leikmaður komst í úrvalslið Evrópumótsins hjá UEFA en liðið var birt á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins í dag. 11. júlí 2016 13:36 Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Dimitri Payet var góður með West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og átti síðan frábæra Evrópukeppni með franska landsliðinu. Það er því ekkert skrýtið að stórlið Evrópu sýni þessum mikla spyrnumanni mikinn áhuga. West Ham vill hinsvegar halda sínum lykilmanni og ætlar ekki að láta hann fara nema fyrir risaupphæð. David Gold, stjórnarformaður West Ham, fór ekki leynt með þetta í útvarpsviðtali á BBC Radio 5 live í gærkvöldi. Hann var þá gestur hjá Kelly Cates í þættinum Monday Night Club og þá barst talið að sjálfsögðu af Dimitri Payet. „Við verðum að halda okkar bestu leikmönnum og viljum ekkert fá tilboð í þá," sagði David Gold í þættinum. Gold viðurkenndi þó að West Ham myndi skoða tilboð í franska landsliðsmanninn en aðeins ef þau væri upp á 50 milljón punda eða meira. 50 milljónir punda eru átta milljarðar íslenskra króna. Dimitri Payet var með 9 mörk og 12 stoðsendingar í 30 leikjum á sínu fyrsta tímaibli í ensku úrvalsdeildinni og West Ham vann aðeins 1 af 8 leikjum án hans. Payet fylgdi þessu eftir með því að skora 3 mörk og gefa 2 stoðsendingar á EM og þar á meðal skoraði hann sigurmarkið á móti Rúmeníu í fyrsta leik og eitt af fimm mörkum liðsins á móti Íslandi í átta liða úrslitunum. Dimitri Payet er hinsvegar orðinn 29 ára gamall og það ætti vissulega að hafa áhrif á kaupverðið þó að hann ætti nú að eiga mörg góð ár eftir enn. Dimitri Payet er með samning við West Ham til júní 2021 eða í fimm tímabil í viðbót. Hann verður því leikmaður West Ham svo framarlega sem ekkert lið er tilbúið að borga allan þennan pening fyrir hann.Dimitri Payet skorar hér á móti Íslandi.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar Sigurðsson í liði Evrópumótsins hjá Guardian Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er í úrvalsliði hins virta enska miðils Guardian. 11. júlí 2016 12:42 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Ferguson og Moyes völdu engan Íslending í lið mótsins hjá UEFA Enginn íslenskur leikmaður komst í úrvalslið Evrópumótsins hjá UEFA en liðið var birt á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins í dag. 11. júlí 2016 13:36 Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Ragnar Sigurðsson í liði Evrópumótsins hjá Guardian Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er í úrvalsliði hins virta enska miðils Guardian. 11. júlí 2016 12:42
Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00
Ferguson og Moyes völdu engan Íslending í lið mótsins hjá UEFA Enginn íslenskur leikmaður komst í úrvalslið Evrópumótsins hjá UEFA en liðið var birt á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins í dag. 11. júlí 2016 13:36
Payet: Besti leikur okkar á EM Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi. 3. júlí 2016 21:15
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55