Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2016 10:30 Frá heræfingum Kína í Suður-Kínahafi á dögunum. Vísir/AFP Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni. Suður-Kínahaf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni.
Suður-Kínahaf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira