Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 09:44 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Molde Fotballklubb á Youtube Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira