Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Una Sighvatsdóttir skrifar 11. júlí 2016 19:30 Jón Gunnarsson segir að enn sé verið að ákveða hvernig útfæra megi búvörusamninga þannig að sátt náist um málið. Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi." Kosningar 2016 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi."
Kosningar 2016 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira