Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2016 17:45 Jordan Spieth var spenntur en virðist nú hræddur við að fara. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir. Golf Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er hættur við að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó en golf snýr aftur sem Ólympíuíþrótt eftir 112 ára fjarveru frá leikunum. Peter Dawson, forseti Alþjóðagolfsambandsins, tilkynnti þetta í dag en Spieth ber við heilsufarsástæðum. Nú er ljóst að fjóra bestu kylfinga heims mun vantar á ÓL; Jason Day (Ástralíu), Dustin Johnson (BNA), Rory McIlroy (Bretland) og Spieth (BNA). Day, Johnson og McIlroy voru allir búnir að draga sig úr keppni vegna Zika-veirunnar sem margir íþróttamenn hafa áhyggjur af. Zika-veiran veldur fósturskaða og sögðu bæði Day og Johnson að þeir ætluðu sér að eignast fleiri börb. McIlroy er trúlofaður og sagðist ætla að fara að huga að því að stækka fjölskylduna. Spieth nefndi Zika-veiruna ekki á nafn en fastlega má reikna með því að hann sé hættur við vegna hennar. Þessi ungi Texas-strákur var mjög spenntur fyrir því að keppa á ÓL þar til fyrir um mánuði síðan þegar hann byrjaði fyrst að tala um Zika-veiruna og öryggismál. Átta af fimmtán bestu kylfingum heims verða á ÓL í Ríó en það er áfall fyrir íþróttina að fjóra bestu kylfinga heims vanti þegar golfið snýr aftur á stærsta íþróttaviðburð heims. Matt Kuchar tekur sæti Spieth í Ríó og verða Bandaríkin áfram með fjóra kylfinga á leikunum. Engin þjóð verður með fleiri kylfinga. Bubba Watson, Rickie Fowler og Patrick Reed eru hinir þrír Bandaríkjamennirnir.
Golf Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira