Skora á yfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2016 10:50 Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs Akranessbæjar í gær. vísir/nanna Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur skorað á samgönguyfirvöld að flýta framkvæmdum við Vesturlandsveg. Skýrsla Vífils Karlssonar hagfræðings um ástand vega á Vesturlandi var lögð fyrir fund bæjarráðs í gær, en skýrslan var unnin fyrir samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Kemur þar fram að fjárveiting til Vesturlandsvegar nemi um helming af fjárveitingu til Reykjanesbrautar á tíu ára tímabili, eða á árunum 2005 til 2014. Í bókun bæjarráðs segir að skorað sé á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. „Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo," segir í áskoruninni sem hefur verið send samgönguyfirvöldum og þingmönnum norðvesturkjördæmis.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira