Putin: Ólympíugull ekki eins merkilegt afrek þegar það vantar Rússana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2016 13:45 Það verða óvenju fáir Rússar sem ganga inn á völlinn í setningarhátíð Ríó. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Sjá meira