Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júlí 2016 13:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ritaði flokksfélögum bréf í gær þar sem hann færir rök fyrir því að ekki þurfi að kjósa í haust líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofuðu í kjölfar Panamalekans. Hann segir að ríkisstjórnin þurfi enn að klára mikilvæg mál áður en boðað verði til kosninga. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir hinsvegar að stjórn og stjórnarandstaða hafi þegar náð saman um vinnuáætlun þingsins og að boðað verði til kosninga í haust. „Við bjuggum til nýja starfsáætlun núna á vormánuðum þar sem er gert ráð fyrir því að þingið starfi núna í ágúst og fram í september. Við skipulag þingsins miðast allt við það.“ Einar segir Sigmund ekki hafa haft samband við sig vegna hugmynda um kosningar í haust. „Í sjálfu sér er ekkert tilefni til þess finnst mér,“ segir hann. „Þessi starfsáætlun var unnin af forsætisnefnd Alþingis í samráði við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, og tímaramminn sem við settum okkur miðaðist við þennan tíma. Þinghaldið hefst á nefndarfundum um miðjan ágúst, síðan hefjast þingfundir og þá geri ég ráð fyrir að þau mál sem liggja fyrir í nefndunum og ætlunin er að klára verði tilbúin þannig að við getum hafið þingstörf af fullum krafti. Ríkisstjórin hefur svo boðað nokkur mál sem ráðherrarnir leggja áherslu á að verði kláruð á þessum tíma.“ Hann telur að sú starfsáætlun sem þingið hafi sett sér dugi til að ljúka þessum málum fyrir kosningar í haust. „Það er auðvitað háð því að það verði gott andrúmsloft í þinginu og að menn séu tilbúnir til að vinna saman og ég hef enga ástæðu til að ætla að það verði ekki þannig. Við áttum þétt og gott samstarf, annarsvegar af minni hálfu sem forseta þingsins og svo fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem að gerði það að verkum að þingstörfin á síðastliðnu vori gengu vel og greiðlega fyrir sig og þetta var vinnusamt vor,“ segir Einar. Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ritaði flokksfélögum bréf í gær þar sem hann færir rök fyrir því að ekki þurfi að kjósa í haust líkt og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lofuðu í kjölfar Panamalekans. Hann segir að ríkisstjórnin þurfi enn að klára mikilvæg mál áður en boðað verði til kosninga. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir hinsvegar að stjórn og stjórnarandstaða hafi þegar náð saman um vinnuáætlun þingsins og að boðað verði til kosninga í haust. „Við bjuggum til nýja starfsáætlun núna á vormánuðum þar sem er gert ráð fyrir því að þingið starfi núna í ágúst og fram í september. Við skipulag þingsins miðast allt við það.“ Einar segir Sigmund ekki hafa haft samband við sig vegna hugmynda um kosningar í haust. „Í sjálfu sér er ekkert tilefni til þess finnst mér,“ segir hann. „Þessi starfsáætlun var unnin af forsætisnefnd Alþingis í samráði við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, og tímaramminn sem við settum okkur miðaðist við þennan tíma. Þinghaldið hefst á nefndarfundum um miðjan ágúst, síðan hefjast þingfundir og þá geri ég ráð fyrir að þau mál sem liggja fyrir í nefndunum og ætlunin er að klára verði tilbúin þannig að við getum hafið þingstörf af fullum krafti. Ríkisstjórin hefur svo boðað nokkur mál sem ráðherrarnir leggja áherslu á að verði kláruð á þessum tíma.“ Hann telur að sú starfsáætlun sem þingið hafi sett sér dugi til að ljúka þessum málum fyrir kosningar í haust. „Það er auðvitað háð því að það verði gott andrúmsloft í þinginu og að menn séu tilbúnir til að vinna saman og ég hef enga ástæðu til að ætla að það verði ekki þannig. Við áttum þétt og gott samstarf, annarsvegar af minni hálfu sem forseta þingsins og svo fulltrúar bæði stjórnar og stjórnarandstöðu sem að gerði það að verkum að þingstörfin á síðastliðnu vori gengu vel og greiðlega fyrir sig og þetta var vinnusamt vor,“ segir Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira