Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 10:00 Bernie Ecclestone með Fabiönu Flosi, eiginkonu sinni. vísir/getty Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið. Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið.
Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45