Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: „Ég á Víkingi mikið að þakka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júlí 2016 22:43 Gary Martin. vísir/eyþór „Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
„Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Víkingur vann frábæran sigur á KR, 1-0, í 12. umferð Pepsi-deildar karla. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Gary Martin fer til Lilleström á morgun Gary Martin, framherji Víkings R., heldur utan til Noregs í fyrramálið þar sem hann mun skoða aðstæður og æfa með Lilleström. 25. júlí 2016 22:20