Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 19:15 Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira