Límonaði í umferðinni Ívar Halldórsson skrifar 25. júlí 2016 15:03 Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun