Borgarstjórinn í Ríó þreyttur á ÓL-liði Ástrala: "Set kengúru fyrir utan hjá þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 09:30 Ólympíuþorpið. Engin kengúra enn. vísir/getty Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira