Hamilton: Ræsingin var lykillinn að þessu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2016 15:00 Lewis Hamilton er nú sá sigursælasti í ungverska kappakstrinum frá upphafi. Hann er sá eini sem hefur unnið þar fimm sinnum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ræsingin var lykillinn að þessu. Keppnisáætlunin gekk upp. Það var á köflum erfitt að komast í gegnum þá sem við vorum að hringa,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Fyrsta beygjan var það sem kostaði mig öll stigin í dag. Ég reyndi allt til að setja pressu á Lewis en það er ekki auðvelt að taka fram úr hér. Það hljómar ekki illa að svara fyrir sig næstu helgi á heimavelli og taka aftur forystuna,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum. Hann vísaði þar til þess að næsta keppni fer fram næstu helgi í Þýskalandi. „Það er frábært að komast á verðlaunapall aftur í ár. Ég var ekki kátur með síaðsta verðlaunapall en þessum get ég fagnað,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. Þrír fremstu menn dagsins eru einmitt í sömu sætum í heimsmeistarakeppni ökumanna eftir keppnina í dag. „Þetta var erfitt frá upphafi til enda. Þetta var hrikalega góð keppni fyrir liðið í dag,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.„Fyrir mér var ekkert að baráttunni okkar Kimi [Raikkonen]. Ég býst ekki við því að verða refsað fyrir baráttuna,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull bílnum. „Það er ekki mitt að ákveða hvort Verstappen verði refsað. Ég var að reyna allt sem ég gat. Bíllinn var góður í dag,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð sjötti eftir harða baráttu við Verstappen. „Þetta var góð keppni. Kimi kvartaði aðeins en ég sé ekkert að þessu. Við erum búnir að vera fljótari en Ferrari undanfarið. Báðir ökumenn okkar gerðu sitt besta í dag. Við áttum ekki möguleika á að stríða Mercedes en við gerðum allt rétt í dag,“ sagði Christian Horner keppnisstjóri Red Bull. „Í hita leiksins finnst manni alltaf eins og maður sé að stórtapa á að hringa bíla. Þeir stóðu sig vel í að hleypa okkur fram úr þrátt fyrir að við værum að nálgast hratt. Ég lét kannski út úr mér full harkaleg ummæli vegna þeirra í keppninni,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði á Ferrari bílnum. Hann var duglegur að kvarta yfir því í keppninni að fá ekki auðveldan framúrakstur fram úr hægfara bílum. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 24. júlí 2016 13:40 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton er nú sá sigursælasti í ungverska kappakstrinum frá upphafi. Hann er sá eini sem hefur unnið þar fimm sinnum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ræsingin var lykillinn að þessu. Keppnisáætlunin gekk upp. Það var á köflum erfitt að komast í gegnum þá sem við vorum að hringa,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Fyrsta beygjan var það sem kostaði mig öll stigin í dag. Ég reyndi allt til að setja pressu á Lewis en það er ekki auðvelt að taka fram úr hér. Það hljómar ekki illa að svara fyrir sig næstu helgi á heimavelli og taka aftur forystuna,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum. Hann vísaði þar til þess að næsta keppni fer fram næstu helgi í Þýskalandi. „Það er frábært að komast á verðlaunapall aftur í ár. Ég var ekki kátur með síaðsta verðlaunapall en þessum get ég fagnað,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. Þrír fremstu menn dagsins eru einmitt í sömu sætum í heimsmeistarakeppni ökumanna eftir keppnina í dag. „Þetta var erfitt frá upphafi til enda. Þetta var hrikalega góð keppni fyrir liðið í dag,“ sagði Niki Lauda sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1.„Fyrir mér var ekkert að baráttunni okkar Kimi [Raikkonen]. Ég býst ekki við því að verða refsað fyrir baráttuna,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull bílnum. „Það er ekki mitt að ákveða hvort Verstappen verði refsað. Ég var að reyna allt sem ég gat. Bíllinn var góður í dag,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð sjötti eftir harða baráttu við Verstappen. „Þetta var góð keppni. Kimi kvartaði aðeins en ég sé ekkert að þessu. Við erum búnir að vera fljótari en Ferrari undanfarið. Báðir ökumenn okkar gerðu sitt besta í dag. Við áttum ekki möguleika á að stríða Mercedes en við gerðum allt rétt í dag,“ sagði Christian Horner keppnisstjóri Red Bull. „Í hita leiksins finnst manni alltaf eins og maður sé að stórtapa á að hringa bíla. Þeir stóðu sig vel í að hleypa okkur fram úr þrátt fyrir að við værum að nálgast hratt. Ég lét kannski út úr mér full harkaleg ummæli vegna þeirra í keppninni,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði á Ferrari bílnum. Hann var duglegur að kvarta yfir því í keppninni að fá ekki auðveldan framúrakstur fram úr hægfara bílum.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30 Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41 Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 24. júlí 2016 13:40 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton: Það er löng keppni framundan á morgun Nico Rosberg var fljótastur í dag. Hann náði að stela ráspólnum á síaðsta hring. Tímatakan var dramatísk enda brautin rennblaut í upphafi en þornaði svo hratt. Hver sagði hvað eftir tíamtökuna? 23. júlí 2016 14:30
Hamilton klessti á vegg | Mercedes-menn bestir á báðum æfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingunni fyrir ungverska kappaksturinn. Hann endaði seinni æfinguna á varnarvegg. Nico Rosberg varð annar á Mercedes á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni. 22. júlí 2016 17:10
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg verður á ráspól á morgun á Mercedes. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Riccardo á Red Bull varð þriðji. 23. júlí 2016 13:41
Hamilton vann og tekur forystuna í heimsmeistaramótinu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í dag. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð ananr og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 24. júlí 2016 13:40