Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst af íslensku stelpunum fyrir lokadaginn. Vísir/GVA Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira