Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst af íslensku stelpunum fyrir lokadaginn. Vísir/GVA Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig
CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira