Golf

Í beinni: Íslandsmótið í höggleik | Fyrsti keppnisdagur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson getur orðið sigursælastur í sögunni vinni hann á Akureyri.
Birgir Leifur Hafþórsson getur orðið sigursælastur í sögunni vinni hann á Akureyri. vísir/daníel
Íslandsmótið í höggleik hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en þetta er í fyrsta sinn í 16 ár sem mótið fer þar fram. Fyrsta högg var slegið klukkan 7.30 í morgun.

Eins og kom fram í gær er Birgi Leifi Hafþórssyni úr GKG spáð titlinum í karlaflokki en Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR ber sigur úr býtum í kvennaflokki ef spáin rætist.

Birgir Leifur hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari og sögubækurnar bíða hans ef honum tekst að vinna sjöunda titilinn og þann fjórða síðan 2010.

Golfsamband Íslands er með beina lýsingu frá mótinu á Twitter-síðu sinni en hægt er að fylgjast með öllu sem gerist á Jaðarsvelli í Twitter-boxinu hér að neðan. Hér má svo finna beina lýsingu holu fyrir holu og hér er hefðbundin staða þar sem hægt er að fletta á milli flokka.


Tengdar fréttir

Sögubækurnar bíða Birgis Leifs

Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×