Langtíma veðurspáin nær nú til verslunarmannahelgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 13:00 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar. Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar.
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira