Írar trúa varla að þeir hafi unnið FH: „Í landi álfa og dverga spilaði Dundalk eins og risi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Írarnir fögnuðu ótrúlegum „sigri“ vísir/eyþór Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00
Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30
Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27