Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 12:30 Heimir vill sjá sína menn leysa pressu Dundalk betur. vísir/pjetur FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira