Hagnaðaraukning Renault 41% en 12% niður hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 11:45 Volkswagen Golf og Renault Megane. Vel gengur hjá franska bílaframleiðandanum Renault og skilaði fyrri helmingur ársins 41% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Ekki verður það sama sagt um Volkswagen en 12% minni hagnaður var hjá þýska bílaframleiðandanum á öðrum ársfjórðungi sökum kostnaðar við dísilvélasvindlið. Renault hagnaðist alls um 210 milljarða króna og söluandvirði bíla þess um 13,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður af sölu hækkaði einnig umtalsvert, eða frá 4,9% í 6,1%. Carlos Ghosn forstjóri Renault segir að þessum góða hagnaði megi þakka nýjum bílgerðum Renault. Á þessu ári kynnir Renault 10 nýja bíla hvort sem þeir eru nýjar kynslóðir eldri bíla eða glænýir bílar. Það hjálpar verulega sölu á nýjum Renault bílum að 9,1% vöxtur hefur verið í sölu á nýjum bílum í Evrópu í ár og hefur Renault gert enn betur en það í álfunni. Ekki er sami vöxtur í sölu bíla Renault utan Evrópu og væntir Renault aðeins 1,7% söluaukningar þar á árinu. Renault selur 60% bíla sinna innan Evrópu. Hjá Volkswagen varð 110 milljarða hagnaður á öðrum ársfjórðungi ársins, en var 125 milljarðar í fyrra. Hagnaður af sölu féll úr 3,4% í 2,9%. Volkswagen bílamerkið telur um helming af veltu Volkswagen bílafjölskyldunnar. Hjá Audi minnkaði hagnaður á fyrri helmingi ársins um 9,3% og tap varð af rekstri Bentley. Porsche jók hagnað sinn um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%. Volkswagen gerir ráð fyrir 5% söluminnkun í ár vegna dísilvélasvindlsins og erfiðleika í mörgum markaðssvæðum, svo sem í S-Ameríku og Rússlandi. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Vel gengur hjá franska bílaframleiðandanum Renault og skilaði fyrri helmingur ársins 41% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Ekki verður það sama sagt um Volkswagen en 12% minni hagnaður var hjá þýska bílaframleiðandanum á öðrum ársfjórðungi sökum kostnaðar við dísilvélasvindlið. Renault hagnaðist alls um 210 milljarða króna og söluandvirði bíla þess um 13,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður af sölu hækkaði einnig umtalsvert, eða frá 4,9% í 6,1%. Carlos Ghosn forstjóri Renault segir að þessum góða hagnaði megi þakka nýjum bílgerðum Renault. Á þessu ári kynnir Renault 10 nýja bíla hvort sem þeir eru nýjar kynslóðir eldri bíla eða glænýir bílar. Það hjálpar verulega sölu á nýjum Renault bílum að 9,1% vöxtur hefur verið í sölu á nýjum bílum í Evrópu í ár og hefur Renault gert enn betur en það í álfunni. Ekki er sami vöxtur í sölu bíla Renault utan Evrópu og væntir Renault aðeins 1,7% söluaukningar þar á árinu. Renault selur 60% bíla sinna innan Evrópu. Hjá Volkswagen varð 110 milljarða hagnaður á öðrum ársfjórðungi ársins, en var 125 milljarðar í fyrra. Hagnaður af sölu féll úr 3,4% í 2,9%. Volkswagen bílamerkið telur um helming af veltu Volkswagen bílafjölskyldunnar. Hjá Audi minnkaði hagnaður á fyrri helmingi ársins um 9,3% og tap varð af rekstri Bentley. Porsche jók hagnað sinn um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%. Volkswagen gerir ráð fyrir 5% söluminnkun í ár vegna dísilvélasvindlsins og erfiðleika í mörgum markaðssvæðum, svo sem í S-Ameríku og Rússlandi.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent