Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:49 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. „Það er enginn munur á Pírötum og Samfylkingu eða ég þekki hann ekki. Hver er sá munur? Ef þið eruð að tala um afstöðu Birgittu Jónsdóttur um að við skulum hafa örsutt kjörtímabil, níu mánuði, og kjósa þá um stjórnarskrána þá er það þannig að ég tel það óraunhæft. Ég tel að ef menn setja svona dagsetningar þá verða þær að skotspæni og stjórnarandstaðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana niður,“ sagði Össur í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í dag. Össur benti á að innan raða Pírata væru menn ekki endilega mikið að fagna hugmyndum um níu mánaða kjörtímabil en hugmyndin er þá sú að samþykkja nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu og boða til þingkosninga í kjölfarið. Össur er þó alveg sammála því að það þurfi að breyta stjórnarskránni. „Við skulum segja að það tækist að klára það mál í þokkalegum friði þannig að menn fengju að segja sínar skoðanir. Þegar því er lokið þá hef ég ekkert á móti því að kjörtímabilið yrði stytt og gengið til kosninga.“ Viðtalið við Össur má heyra í heild sinni hér að neðan en í því var farið yfir víðan völl. Bar meðal annars formannsskiptin í Samfylkingunni á góma sem og frammistaða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Tengdar fréttir Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. „Það er enginn munur á Pírötum og Samfylkingu eða ég þekki hann ekki. Hver er sá munur? Ef þið eruð að tala um afstöðu Birgittu Jónsdóttur um að við skulum hafa örsutt kjörtímabil, níu mánuði, og kjósa þá um stjórnarskrána þá er það þannig að ég tel það óraunhæft. Ég tel að ef menn setja svona dagsetningar þá verða þær að skotspæni og stjórnarandstaðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana niður,“ sagði Össur í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í dag. Össur benti á að innan raða Pírata væru menn ekki endilega mikið að fagna hugmyndum um níu mánaða kjörtímabil en hugmyndin er þá sú að samþykkja nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu og boða til þingkosninga í kjölfarið. Össur er þó alveg sammála því að það þurfi að breyta stjórnarskránni. „Við skulum segja að það tækist að klára það mál í þokkalegum friði þannig að menn fengju að segja sínar skoðanir. Þegar því er lokið þá hef ég ekkert á móti því að kjörtímabilið yrði stytt og gengið til kosninga.“ Viðtalið við Össur má heyra í heild sinni hér að neðan en í því var farið yfir víðan völl. Bar meðal annars formannsskiptin í Samfylkingunni á góma sem og frammistaða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00
Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15