Hvorki líkamsárás né kynferðisbrot tilkynnt á fjölmennustu bæjarhátíð landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:21 Mynd/Bjarni Eiríksson Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira