Hrafnhildur í úrslit á ÓL: Ég er mjög ánægð en finnst ég eiga meira inni Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 8. ágúst 2016 02:15 Hrafnhildur Lúthersdóttir fagnar sætinu í úrslitasundinu á morgun. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sjá meira
Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53
Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38
Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44
Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00
Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30