Facebook bannar smellubrellur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 13:10 Mark Zuckerberg er búinn að fá nóg af smelludólgum þessa heims. Vísir/Getty Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni. Tækni Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni.
Tækni Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira