Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 18:09 Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. Vísir/GVA Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist búa yfir mikilli reynslu og verkviti sem skipti sköpum á Alþingi og við stjórn landsins. Hann er óhræddur við að bjóða sig fram og finnur fyrir eftirspurn eftir sínum kröftum. Árni var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og var þar spurður af því af hverju hann hygði á þingframboð en Árni tilkynnti í dag að hann myndi sækjast eftir einhverju af þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir væntanlegar þingkosningar. „Ég vil ekki hopa og gefast upp. Þegar hallar á hef ég yndi af því að taka þátt í að rétta af hluti ef það er hægt. Ég hef dúndrandi reynslu og af reynslu lærir maður verkvit. Það er það sem skiptir máli á Alþingi og við stjórnun landsins. Það er reynsla og verkvit,“ segir Árni.Sjá einnig:Árni Johnsen vill aftur á þingÁrni er gagnrýninn á á núsitjandi þingmenn Djálfstæðisflokksins í kjördæminu og segir þá hafa gert aðför að sér í síðasta prófkjöri sem Árni tók þátt í og það hafi tekist. Það spili nú inn í ákvörðun Árna um að bjóða sig fram að nýju. „Hluti af þessu er að í síðasta prófkjöri var gerð aðför að mér, þrengt að mér og það heppnaðist. Ég, keppnismaður í íþróttum, þoli það illa í sjálfu sér þó ég eigi að vera umburðarlyndur. Ég vil reyna að ná vopnum mínum og leggja mína vigt á vogina og taka þátt í verkum,“ segir Árni.Hlusta má á viðtalið við Árna í heild sinni hér fyrir neðanAð lokum var Árni spurður að því hvort hann finndi fyrir eftirspurn eftir kröftum sínum og svaraði því hann játandi. „Já, ég finn það. Það kemur mér á óvart því að menn ættu kannski að vera leiðir á mér en ég er hispurslaus og þannig séð beinskeyttir og segi bara mína meiningu og stend og fell með því. Ég smjaðra ekki fyrir neinum en ég stilli upp hlutunum eins og ég held að þeir séu réttir og skila árangri og skila skemmtilegu starfi. Nóg er af leiðindapúkum í þessu öllu.“ Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10