„Ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum. Justin Bieber er í fyrsta lagi einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og svo er ákveðið milestone í ferlinum að hita upp fyrir stærstu poppstjörnu heims,“ segir Sturla Atlas af þessu tilefni.
Sturla Atlas sló í gegn á vormánuðum 2015 þegar hann gaf út sína fyrstu plötu, Love Hurts, ásamt hljómsveit sinni. Síðan þá hafa félagarnir komið fram á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins. Í mars var Sturla Atlas útnefndur Nýliði ársins 2015 á Íslensku tónlistarverðlaununum og í júní kom þriðja skífa hans út sem ber nafnið SEASON2.