Sjálfakandi Volvo leigubílar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:52 Volvo leigubíll frá Uber. Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent