Hraðasti trukkur heims Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:31 Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent