Hættulegur heilsukokteill Ögmundur Jónasson skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Nú er að koma í ljós víðtækari andstaða gegn áformum um stóran einkaspítala en dæmi eru um áður. Draumar um gullmulningsvélar af því tagi sem menn vilja reisa í Mosfellsbæ til að græða á sjúkum eru að sjálfsögðu engin nýlunda og vísa ég þar til dæmis í svipuð áform frá árinu 2009.Fleiri sjá nú hætturnarÞað sem hins vegar er breytt núna, og það er góðs viti, er að fleiri sjá nú hætturnar þessu samfara fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Starfsmenn stofnana heilbrigðisþjónustunnar stíga nú fram hver á fætur öðrum og færa rök fyrir því að nýtt risasjúkrahús væri líklegt til að rústa okkar kerfi. Auk þess sem fjárfestarnir fari fram á fyrirgreiðslu og fjárhagslegan stuðning, sem í sjálfu sér er siðlaust, muni þeir soga til sín starfsfólk úr kerfi sem engan veginn er aflögufært. Allt tal um að flytja inn bæði sjúklingana og þúsund manna starfslið, sem starfi hér í eins konar félagslegu eylandi, er út í hött.Það eru áformin sem eru sjúkÞótt dæmi séu um sjúkrahús af þessu tagi víða, ekki síst í fátækari löndum, þá þurfa þau alls staðar á baklandi að halda þegar eitthvað fer alvarlega út af sporinu. Og gleymum því ekki heldur að á endanum tekur þessi tegund sjúkrahúsa aðeins við þeim sjúklingum sem gefa eitthvað af sér. Sennilega er hugarfar fjárfestanna það sjúkasta sem er að finna í þessum stofnunum. Á komandi árum mun það verða viðfangsefni íslenskra stjórnmálamanna að glíma við þetta hugarfar sem þegar er farið að grafa um sig hér á landi með vaxandi einkarekstri. Núverandi ríkisstjórn hefur gefið þessum rekstri undir fótinn, þar með talið núverandi heilbrigðisráðherra sem nýlega lét bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Hann má þó eiga það, og á þar lof skilið, að hann lagði bann við því að rekstraraðilar taki arð út úr starfseminni. Eftir stendur Klínikin, nýtt einkarekið sjúkrahús, sem varð til á þessu kjörtímabili, og eflaust eiga fleiri eftir að stinga upp kollinum. Þetta er bara byrjunin ef stjórnvöld spyrna ekki við fótum.Hinn görótti drykkurÁstæðan er sú að við búum við kokteil í rekstrarformum sem getur reynst göróttur ef hann er vitlaust blandaður. Þannig finnst okkur mörgum að einkapraksís í smáum skömmtum geti verið í góðu lagi og skapað jafnvel æskilegan sveigjanleika í heilbrigðiskerfinu. Verði þessi geiri hins vegar stór, hvað þá þegar hann er skipulagður sem hver annar atvinnurekstur sem fjárfestar setja fjármagn í til að hafa af honum arð, þá eru strax blikur á lofti. Við skulum aldrei gleyma því að allt heilbrigðiskerfið, ekki bara hið opinbera heldur einnig hið einkarekna, er fjármagnað með skattfé, að ógleymdum sjúklingagjöldum sem illu heilli hafa færst í vöxt á undanförnum áratugum. Þegar síðan inn í þetta kerfi sem er fjármagnað með þessum hætti, kemur eindregin krafa þjóðfélagsins um gjaldfrelsi þar sem við viljum ekki heilbrigðiskerfi sem fælir efnalítið fólk frá sér eða yfirleitt mismunar fólki, þá fer vandinn að verða alvarlegur og kokteillinn baneitraður.Gjaldfrelsi en ekki reikningskröfufrelsiGjaldfrelsi sem á að vera krafa morgundagsins má nefnilega aldrei leiða til kerfis sem veitir óheft frelsi til að skrifa reikning á skattborgarann eða okkur sem notendur þessarar þjónustu, sem dýrmætust er í hverju þjóðfélagi. Hún er ekki bara dýrmæt okkur sem einstaklingum heldur líka sem samfélagi. Heilbrigðiskerfi sem mismunar leiðir af sér félagslegan ójöfnuð og óheilbrigt samfélag. Hið gagnstæða er uppi þegar heilbrigðiskerfið er okkar allra. Þess vegna skiptir máli hvaða sjónarmið ráða þegar heilsukokteillinn er blandaður.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú er að koma í ljós víðtækari andstaða gegn áformum um stóran einkaspítala en dæmi eru um áður. Draumar um gullmulningsvélar af því tagi sem menn vilja reisa í Mosfellsbæ til að græða á sjúkum eru að sjálfsögðu engin nýlunda og vísa ég þar til dæmis í svipuð áform frá árinu 2009.Fleiri sjá nú hætturnarÞað sem hins vegar er breytt núna, og það er góðs viti, er að fleiri sjá nú hætturnar þessu samfara fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Starfsmenn stofnana heilbrigðisþjónustunnar stíga nú fram hver á fætur öðrum og færa rök fyrir því að nýtt risasjúkrahús væri líklegt til að rústa okkar kerfi. Auk þess sem fjárfestarnir fari fram á fyrirgreiðslu og fjárhagslegan stuðning, sem í sjálfu sér er siðlaust, muni þeir soga til sín starfsfólk úr kerfi sem engan veginn er aflögufært. Allt tal um að flytja inn bæði sjúklingana og þúsund manna starfslið, sem starfi hér í eins konar félagslegu eylandi, er út í hött.Það eru áformin sem eru sjúkÞótt dæmi séu um sjúkrahús af þessu tagi víða, ekki síst í fátækari löndum, þá þurfa þau alls staðar á baklandi að halda þegar eitthvað fer alvarlega út af sporinu. Og gleymum því ekki heldur að á endanum tekur þessi tegund sjúkrahúsa aðeins við þeim sjúklingum sem gefa eitthvað af sér. Sennilega er hugarfar fjárfestanna það sjúkasta sem er að finna í þessum stofnunum. Á komandi árum mun það verða viðfangsefni íslenskra stjórnmálamanna að glíma við þetta hugarfar sem þegar er farið að grafa um sig hér á landi með vaxandi einkarekstri. Núverandi ríkisstjórn hefur gefið þessum rekstri undir fótinn, þar með talið núverandi heilbrigðisráðherra sem nýlega lét bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Hann má þó eiga það, og á þar lof skilið, að hann lagði bann við því að rekstraraðilar taki arð út úr starfseminni. Eftir stendur Klínikin, nýtt einkarekið sjúkrahús, sem varð til á þessu kjörtímabili, og eflaust eiga fleiri eftir að stinga upp kollinum. Þetta er bara byrjunin ef stjórnvöld spyrna ekki við fótum.Hinn görótti drykkurÁstæðan er sú að við búum við kokteil í rekstrarformum sem getur reynst göróttur ef hann er vitlaust blandaður. Þannig finnst okkur mörgum að einkapraksís í smáum skömmtum geti verið í góðu lagi og skapað jafnvel æskilegan sveigjanleika í heilbrigðiskerfinu. Verði þessi geiri hins vegar stór, hvað þá þegar hann er skipulagður sem hver annar atvinnurekstur sem fjárfestar setja fjármagn í til að hafa af honum arð, þá eru strax blikur á lofti. Við skulum aldrei gleyma því að allt heilbrigðiskerfið, ekki bara hið opinbera heldur einnig hið einkarekna, er fjármagnað með skattfé, að ógleymdum sjúklingagjöldum sem illu heilli hafa færst í vöxt á undanförnum áratugum. Þegar síðan inn í þetta kerfi sem er fjármagnað með þessum hætti, kemur eindregin krafa þjóðfélagsins um gjaldfrelsi þar sem við viljum ekki heilbrigðiskerfi sem fælir efnalítið fólk frá sér eða yfirleitt mismunar fólki, þá fer vandinn að verða alvarlegur og kokteillinn baneitraður.Gjaldfrelsi en ekki reikningskröfufrelsiGjaldfrelsi sem á að vera krafa morgundagsins má nefnilega aldrei leiða til kerfis sem veitir óheft frelsi til að skrifa reikning á skattborgarann eða okkur sem notendur þessarar þjónustu, sem dýrmætust er í hverju þjóðfélagi. Hún er ekki bara dýrmæt okkur sem einstaklingum heldur líka sem samfélagi. Heilbrigðiskerfi sem mismunar leiðir af sér félagslegan ójöfnuð og óheilbrigt samfélag. Hið gagnstæða er uppi þegar heilbrigðiskerfið er okkar allra. Þess vegna skiptir máli hvaða sjónarmið ráða þegar heilsukokteillinn er blandaður.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun