Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 15:15 Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þjóðgarðsverðir á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hafa bannað notkun á drónum á svæðinu nema í sérstökum tilfellum. Drónar hafa á undanförnum árum verið vinsæl tól í myndatökum. Þjóðgarðsvörður segir að með banninu sé fyrst og fremst verið að hugsa um að vernda náttúruna. „Af tillitsemi við aðra gesti og dýralíf er noktun flygilda óheimil,“ segir á skiltum sem sett hafa verið upp á svæðinu af þjóðgarðsvörðum á vinsælustu ferðamannastöðunum, þar á meðal við Dettifoss, í Ásbyrgi og víða við Jökulsárgljúfur. Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í sumar og ástæðan sé einföld, náttúruvernd.Þetta skilti er við Dettifoss.Mynd/Hörður Jónasson„Númer 1,2 og 3 er verið að vernda búsvæði fálkans, segir Guðmundur í samtali við Vísi en Jökulsárgljúfur eru mikilvægt búsvæði fálkans á Íslandi og mörg pör eiga þar óðul. Guðmundur segir að vitað sé að drónar geti haft neikvæð áhrif á varp förufálka erlendis og sterkar líkur séu á því að sama gildi um fálka hér á landi. „Náttúran vill stundum verða undir í umræðunni og við þurfum að passa upp á auðlindina. Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að bannið snúi að öryggi ferðamanna og að þeir eigi til dæmis ekki á hættu að fá dróna í hausinn. Drónar verða æ vinsælli og má sjá þá víða. Eru þeir oftar en ekki nýttir til þess að ná myndum af náttúrunni sem ella væri erfitt að ná líkt og mörg dæmi sanna. „Þetta er alltaf að aukast og við erum að grípa í taumana áður en þetta verður vandamál,“ segir Guðmundur og bætir því að flestir séu þakklátir fyrir bannið en sumir drónar eru nokkuð háværir. Hafa þjóðgarðsverðir tekið á móti kvörtunum vegna ónæðis vegna notkunar á drónum. Bannið er þó ekki algilt því hægt er að fá undanþágu sé sýnt fram á að notkunin sé vegna rannsóknarstarfa eða hún hafi ekki áhrif á náttúruna. Hafa vísindamenn og kvikmyndatökufólk fengið leyfi til að nota dróna í Jökulsárgljúfrum og við Dettifoss með sérstökum skilyrðum. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er með dróna. Í myndbandinu má meðal annars sjá Dettifoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00 Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30 Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Drónar nýttir til margra verka Drónar njóta vaxandi vinsælda hér á landi, bæði meðal einstaklinga og fagaðila. 4. maí 2016 17:00
Ekki þörf á sérstökum drónalögum Innanríkisráðherra segir ekki þörf á sérstakri lagasetningu um notkun dróna. Þó verði að setja reglur sem taki til bæði friðhelgis- og öryggissjónarmiða. 5. október 2015 19:30
Villta vestur drónanna á enda Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna. 2. maí 2015 18:15