Segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 13:11 Árni Johnsen vill á þing á ný. Vísir/GVA Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan: Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það dapurlega staðreynd að honum hafi verið vikið úr stjórnmálum að ástæðulausu en á þessum nótum hefst Facebook-færsla á síðunni Árni í framboð á ný: „Það er búið að fara illa með þig Árni,“ sagði einn af elstu og reyndustu menningarfrömuðum Suðurlands við mig fyrir skömmu. „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Þér var vikið til hliðar í stjórnmálum að ástæðulausu.“ Því miður er þetta dapurleg staðreynd, því það er ekkert grín að vera sparkaður niður á seinni hluta ævistarfsins. Ef ég hefði tapað á eðlilegan hátt í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir 3 árum hefði ég ekki tekið því illa, því eðli lífsins er tap og sigrar. Þá hefði ég þakkað fyrir mig með von um að ég hefði gert gagn,“ segir í færslunni. Árni sækist eftir einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 1983–1987, 1991–2001 og 2007–2013. Hann var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi en fékk uppreist æru árið 2006, fór í kjölfarið aftur í framboði og náði kjöri í þingkosningum 2007 og 2009. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2013 náði Árni hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann sakar þingmennina sem urðu í þremur efstu sætunum að vinna skipulega gegn sér: „Staðreyndin er hins vegar sú að þrír meðframbjóðendur mínir, sem allir lentu í þremur efstu sætum prófkjörsins unnu skipulega að því að fæla fólk frá því að kjósa mig. Þannig rottuðu þau sig saman, Ragnheiður Elín, Unnur Brá og Ásmundur og höfðu erindi sem erfiði en þessi vinnubrögð þeirra eru hins vegar einsdæmi í sögu prófkosninga Sjálfstæðisflokksins.Meginmarkmiðið í prófkjöri er að almennir kjósendur velji á lista en ekki frambjóðendurnir sjálfir. Þessi vinnubrögð eru ekki ólögleg en þau eru algjörlega siðlaus og ódrengileg á versta máta. Að loknu prófkjörinu kallaði oddvitinn 5 efstu í prófkjörinu til fundar og byrjaði fundinn svo smekklega að lýsa því yfir að nú væru spennandi tímar framundan í Suðurkjördæmi. „því við erum laus við Árna Johnsen og nú er ýmislegt hægt að gera." Blessuð konan vissi ekki og veit ekki að ég var með afkastamestu þingmönnum bæði í flutningi mála og því að ná málum í heila höfn, hvað svo sem um mig má segja,“ segir í Facebook-færslu Árna. Hann fer síðan yfir það hversu lítið umræddir þingmenn hafa, að hans mati, gert fyrir Suðurkjördæmi en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan:
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16 Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09 Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Árni Johnsen vill aftur á þing Árni segir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013. 4. ágúst 2016 07:16
Árni Johnsen um þingframboð: „Ég hef dúndrandi reynslu“ Árni segist finna fyrir eftirspurn fyrir sínum kröftum á þingi. 4. ágúst 2016 18:09
Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Óskar Steinn Jónínu Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, baunar á oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 4. ágúst 2016 11:10