Heimamaðurinn vann ótrúlegan sigur í stangarstökkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 03:04 Thiago Braz da Silva Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984). Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi. Thiago Braz da Silva fór á endanum einn yfir 6,03 metra og bætti Ólympíumet Renaud Lavillenie frá því í London 2012. Thiago Braz da Silva fékk magnaðan stuðning í keppninni en hann átti best 5,92 metra fyrir keppnina. Hann bætti því sinn persónulega árangur um 11 sentímetra sem sýnir enn frekar hversu óvæntur sigur hans var. Thiago Braz da Silva var langt yfir þegar hann fór yfir 6,03 metra og á meðan hann flaug yfir með frábærum stuðningi af pöllunum þá sást stressið og vafinn magnast upp hjá hinum frábæra Lavillenie. Renaud Lavillenie stökk ekki í fyrsta sinn fyrr en tveir og hálfur tími var búinn af stangarstökkskeppninni. Lavillenie leit vel út í upphafi og fjögur fyrstu stökkin hans heppnuðust á meðan Thiago felldi tvisvar sinnum á sama tíma. Thiago ákvað að sleppa 5,98 metrum og reyna frekar við 6,03 metra. Hann komst yfir það í annarri tilraun en Lavillenie felldi þá hæð hinsvegar tvisvar sinnum. Lavillenie reyndi þá að hækka ránna í 6,08 metra en komst ekki yfir það. Það var ekki að hjálpa honum mikið að hann var með allan leikvanginn á móti sér. Bandaríkjamaðurinn Sam Kendricks fékk bronsið en hann fór yfir 5,85 metra. Thiago Braz da Silva er aðeins fjórði gullverðlaunahafi Brasilíu í frjálsum íþróttum frá upphafi á eftir þeim Adhemar da Silva (þrístökk 1952 og 1956 - vann Íslendinginn Vilhjálm Einarsson 1956), Maurren Maggi (langstökk 2008) og Joaquim Cruz (800 metra hlaup 1984).
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Sjá meira