Aðeins tvær af eistnesku þríburunum skiluðu sér í mark | Gull til Kenýu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2016 16:15 Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu. Jemima Sumgong vann þar fyrsta gull Kenýubúa í markaþoni kvenna í sögu Ólympíuleikanna en Kenýa hafði áður unnið þrjú silfur og eitt brons í þessari grein. Sumgong sem er 31 árs og móðir er aðeins þriðja konan frá Kenýu sem vinnur gull á Ólympíuleikun en Pamela Jelimo vann gull í 800 metra hlaupi 2008 og Nancy Jebet Langat gull í 1500 metra hlaupi á sömu leikum. „Ég er mjög þakklát fyrir að vinna fyrsta gull Kenýu í Ríó. Það var heitt en við þurftum allar að komast í gegnum það. Ég var góða stjórn á líkamanum og hlustaði líka vel á hann," sagði Jemima Sumgong. Eunice Kirwa frá Barein fékk silfur og Mare Dibaba frá Eþíópíu fékk brons. Þrjár eistneskar systur vöktu líka mikla athygli í þessu hlaupi en þær Leila, Liina og Lily Luik eru eineggja þríburar og voru allar með í þessum úrslitahlaupi á Ólympíuleikunum. Þær náðu þó ekki allar að klára hlaupið. Lily varð fyrst af þeim en hún kom í mark í 97. sæti á 2:48:29 klukkutímum. Hún var 24:25 mínútum á eftur sigurvegaranum. Leila Luik varð í 114. sæti á 2:54:38 klukkutímum en Liina Luik náði ekki að klára og hætti skömmu áður en hún var hálfnuð. Það vakti enn meiri athygli á þátttöku eistnesku þríburanna í hlauðinu að þær þrjár voru í miklu stuði eftir hlaupið og skelltu í dans saman. Greinilega miklir stuðboltar þar á ferðinni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu. Jemima Sumgong vann þar fyrsta gull Kenýubúa í markaþoni kvenna í sögu Ólympíuleikanna en Kenýa hafði áður unnið þrjú silfur og eitt brons í þessari grein. Sumgong sem er 31 árs og móðir er aðeins þriðja konan frá Kenýu sem vinnur gull á Ólympíuleikun en Pamela Jelimo vann gull í 800 metra hlaupi 2008 og Nancy Jebet Langat gull í 1500 metra hlaupi á sömu leikum. „Ég er mjög þakklát fyrir að vinna fyrsta gull Kenýu í Ríó. Það var heitt en við þurftum allar að komast í gegnum það. Ég var góða stjórn á líkamanum og hlustaði líka vel á hann," sagði Jemima Sumgong. Eunice Kirwa frá Barein fékk silfur og Mare Dibaba frá Eþíópíu fékk brons. Þrjár eistneskar systur vöktu líka mikla athygli í þessu hlaupi en þær Leila, Liina og Lily Luik eru eineggja þríburar og voru allar með í þessum úrslitahlaupi á Ólympíuleikunum. Þær náðu þó ekki allar að klára hlaupið. Lily varð fyrst af þeim en hún kom í mark í 97. sæti á 2:48:29 klukkutímum. Hún var 24:25 mínútum á eftur sigurvegaranum. Leila Luik varð í 114. sæti á 2:54:38 klukkutímum en Liina Luik náði ekki að klára og hætti skömmu áður en hún var hálfnuð. Það vakti enn meiri athygli á þátttöku eistnesku þríburanna í hlauðinu að þær þrjár voru í miklu stuði eftir hlaupið og skelltu í dans saman. Greinilega miklir stuðboltar þar á ferðinni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn