Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2016 23:24 Veiran getur valdið fósturskaða þannig að börn fæðast vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Vísir/AFP Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Zíka Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.
Zíka Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira